Stækkun gatnamóta

Heiðar Kristjánsson

Stækkun gatnamóta

Kaupa Í körfu

HAFNAR eru framkvæmdir við gatnamót Kringlumýrarbrautar, Laugavegs og Suðurlandsbrautar, sem miða að því að auka öryggi þar. Umrædd gatnamót hafa um langa hríð verið með þeim hættulegustu í höfuðborginni. Verkið felst m.a. í því að breyta umferðarljósastýringu úr þremur fösum í fjóra á gatnamótunum, líkt og gert var á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir nokkrum árum. Sú framkvæmd heppnaðist mjög vel og slysum stórfækkaði í kjölfarið. MYNDATEXTI Gatnamótin Með því að breyta umferðarljósunum er ætlunin að stórauka öryggi á gatnamótunum. Talsverðar framkvæmdir eru þessu samfara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar