Ísland - Austurríki - Leikmenn heiðraðir

Ísland - Austurríki - Leikmenn heiðraðir

Kaupa Í körfu

FYRIR rúmum 50 árum lék Ísland sinn fyrsta landsleik í körfuknattleik en leikið var gegn Dönum ytra hinn 16. maí 1959. Þessara tímamóta var minnst á laugardaginn þegar fram fóru landsleikir í körfuknattleik í Smáranum. KKÍ heiðraði þá leikmennina og þá sem að liðinu stóðu. Guðmundur Georgsson, Ásgeir Guðmundsson, Kristinn V. Jóhannsson, Guðmundur Árnason, Ólafur Thorlacius, Birgir Örn Birgis, Guðni Ó. Guðnason, Þorsteinn Hallgrímsson og Jón Eysteinsson sáu sér fært að mæta og eru á myndinni hér að ofan. Fjórir eru látnir: Bogi Þorsteinsson, Ingi Gunnarsson, Friðrik Bjarnason og Ingi Þorsteinsson. Þrír sáu sér ekki fært að mæta; Ingólfur Örnólfsson, Lárus Lárusson og Þórir Arinbjarnarson. kris@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar