Icesave mótmælt á Bessastöðum

Icesave mótmælt á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

ÁBYRGÐARMENN vefsíðunnar kjosa.is afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gærdag undirskriftir rúmlega níu þúsund einstaklinga sem tóku undir áskorun um að forsetinn synji svonefndu Icesave-frumvarpi staðfestingar og vísi því þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í áskoruninni segir að ríkisábyrgð vegna samninganna geti raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. „Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því er rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag er ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsynlegt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verður.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar