Stjarnan - Breiðablik

Stjarnan - Breiðablik

Kaupa Í körfu

Viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ í gærkvöldi var æði kaflaskipt því fyrri hálfleikinn áttu Blikar og uppskáru þrjú mörk en það seinni áttu Stjörnumenn, uppskáru þó bara eitt mark. Lítið var um að vera í byrjun, vissulega hlupu leikmenn vítt og breitt um völlinn en sendingar voru flestar ónákvæmar svo að liðin skiptust mikið á um að halda boltanum. Fyrir vikið var meira um „næstum því“ færi þegar vantaði nokkra metra upp á stungusendingar. MYNDATEXTI Leikmenn Breiðabliks höfðu ástæðu til þess að fagna í Garðabænum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar