Rispaður Benz

Rispaður Benz

Kaupa Í körfu

KOMIÐ hafa upp allnokkur tilvik að undanförnu þar sem bílar af dýrari tegundinni hafa verið skemmdir og þeir rispaðir með lyklum, eggvopnum eða öðrum verkfærum. Í langflestum tilvikum hafa eigendur bílanna ekki tengst bönkum eða útrásinni með neinum hætti. Að sögn Sumarliða Guðbjörnssonar hjá tjónasviði Sjóvár hafa einkum svartir og dýrir bílar orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum, t.d. Range Rover, BMW, Benz og Lexus. „Sú ónáttúra virðist vera til í þjóðfélaginu að svona eigur fólks séu skemmdar. Töluvert er um að eggvopnum sé beitt á dýra bíla og ekki síst ef þeir eru svartir. Þetta er mér vitanlega ekki fólk sem hefur verið í umræðunni um ófarir þjóðfélagsins, heldur venjulegt launafólk. Það verður bara fyrir áreiti vegna þess að það á ákveðna tegund af ökutæki með ákveðnum lit,“ segir Sumarliði og bendir á að skemmdarfýsnin bitni á öllum almenningi á endanum. Iðgjöldin endurspegli tjónakostnaðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar