Stelpur æfa á Víkingsvelli

Stelpur æfa á Víkingsvelli

Kaupa Í körfu

AFREK kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa aukið verulega áhuga ungra stelpna á íþróttinni, að sögn margra þjálfara íþróttafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Landsliðið ávann sér í fyrra í fyrsta sinn rétt til að leika á Evrópumeistaramóti. Sveiflur í áhuganum munu oft fara eftir gengi landsliðanna. „Aukning hjá stelpunum hefur verið mikil í tvö eða þrjú ár,“ segir Ólafur Ólafsson, íþróttastjóri hjá Víkingi. „En ég held að þetta tengist ekki bara þróun á þessu ári, heldur því sem gerðist áður, t.d. er mikil auglýsingaherferð í gangi.“ MYNDATEXTI Fótboltastelpur á æfingu á Víkingsvellinum í gær. Áhugi á knattspyrnu hefur farið vaxandi hjá ungum stelpum á síðustu árum. Magnea Magnúsdóttir, þjálfari hjá Fjölni, segir að þær mæti vel og sýni miklar framfarir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar