Feðgar í Háskólabíói

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Feðgar í Háskólabíói

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er alltaf gaman þegar við feðgarnir vinnum saman, og ég nýt þess,“ segir maestro Vladimir Ashkenazy, en hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á fyrstu tónleikum starfsársins í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Einleikari á tónleikunum er sonur hans, Vovka Stefán Ashkenazy píanóleikari. Vladimir Ashkenazy á langan feril að baki sem einn mesti píanóleikari okkar tíma, og spurningin er, hvort ekki sé erfitt fyrir soninn að spila verk sem hann veit að pabbi þekkir í þaula sem píanóleikari. „Ég reyni að hugsa sem minnst um það,“ segir Vovka, og brosir hlýtt til pabba síns sem bætir strax við: „Það er mjög gott samband á milli okkar. Við þekkjum ógrynnin öll af tónlist, báðir tveir. Það má segja að það sé ekki mikið um óþekkta tónlist í dag, og næstum hægt að fá hvaða verk sem er á plötu.“ MYNDATEXTI Ashkenazyfeðgar „Það er mjög gott samband á milli okkar,“ segir Vladimir um samstarfið við Vovka. Þeir koma fram á Sinfóníutónleikum í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar