Grandaborg

Heiðar Kristjánsson

Grandaborg

Kaupa Í körfu

ÞEIR geta verið roggnir af skólanum sínum, snáðarnir tveir sem hér eru uppteknir við vegasaltið á skólalóðinni. Í gær fagnaði leikskólinn Grandaborg nýrri viðbyggingu sem og gagngerum endurbótum á eldra húsnæði og var mikið um dýrðir af því tilefni. Í skólanum eru nú 82 börn á fjórum deildum og hafa guttarnir atarna því fjölmarga leikfélaga innan seilingar. Eflaust mun sá fríði flokkur kunna vel að meta nýjungarnar og þá aukningu á leiksvæði sem breytingarnar höfðu í för með sér, en m.a. var leikskólagarðurinn stækkaður til muna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar