Nýr göngustígur

Svanhildur Eiríksdóttir

Nýr göngustígur

Kaupa Í körfu

....... Ný skipulags- og umhverfisverkefni hafa jafnan verið kynnt á ljósanótt og sú er einnig raunin í ár. Að undanförnu hafa starfsmenn lagt nótt við dag til að fullvinna göngustíg sem liggur meðfram nýjum sjóvarnargarði sem lagður hefur verið í Reykjanesbæ. Stígurinn er upplýstur að stærstum hluta og nær frá Gróf að Stapa í Innri-Njarðvík. Stígurinn er skemmtilega fjölbreyttur, liggur ýmist meðfram sjó, framhjá tjörnum, í grasi grónu sléttlendi eða grýttum hæðum. Þar sem það á við hefur verið komið fyrir sögukortum með fróðleik um viðkomandi svæði, örnefni og fuglategundir í fjörum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar