Semja spurningar fyrir veðurguð

Semja spurningar fyrir veðurguð

Kaupa Í körfu

Vinirnir Egill Andri Jóhannesson, Óliver Adam Kristjánsson og Svavar Lárus Nökkvason, 10 ára, eru allir miklir aðdáendur Ingós og veðurguðanna. Þeir setja diskinn oft á þegar þeir hittast og ósjaldan syngja þeir hástöfum með og dansa. Uppáhaldslagið þeirra er Vinurinn og kunna þeir textann að sjálfsögðu utan að. Í vikunni þegar strákarnir höfðu hlustað á diskinn settust þeir niður og skrifuðu spurningar fyrir hetjuna sína, hann Ingó. Spurningarnar sömdu þeir sjálfir, án nokkurrar aðstoðar, og hlógu þeir mikið á meðan. Fyndnust fannst þeim spurningin: Áttu kærustu? en þegar þeir höfðu hlegið að henni í hálftíma gugnuðu þeir á að spyrja um ástarlíf veðurguðsins. Þökk sé þessum sniðugu strákum fáum við skemmtilegt viðtal við eina vinsælustu poppstjörnu landsins, Ingó í Veðurguðunum. MYNDATEXTI Fjör Vinirnir Egill Andri, Óliver Adam og Svavar Lárus komast alltaf í mikið stuð þegar þeir hlusta á Ingó og veðurguðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar