Laugavegurinn

Laugavegurinn

Kaupa Í körfu

GÓÐ stemning var á Laugaveginum á laugardag þegar gatan var lokuð fyrir akandi umferð og hún látin gangandi vegfarendum eftir. Skipulögð tónlistar- og skemmtiatriði voru víða við götuna sem og á Lækjartorgi svo hér og þar safnaðist saman dálítill hópur áhorfenda sem nutu þess sem listamenn höfðu fram að færa. Mannskapurinn lét ekki léttan rigningarúða aftra sér frá því að rölta um bílalaust strætið, enda ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri gefst. Raunar hafa borgaryfirvöld gert tilraunir með að loka Pósthússtræti á góðviðrisdögum í sumar sem lið í Grænum skrefum borgarinnar og hefur það mælst vel fyrir hjá borgarbúum. Hver veit nema að í framtíðinni verði föst göngugata hluti af miðborgarmynd Reykjavíkur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar