Tónleilar / Mótmæli á Ingólfstorgi

hag / Haraldur Guðjónsson

Tónleilar / Mótmæli á Ingólfstorgi

Kaupa Í körfu

FYRIRHUGUÐUM framkvæmd-um á Ingólfstorgi og niðurrifi á tónleikasal Nasa var mótmælt í tali og tónum á torginu í fyrradag undir yfirskriftinni „Björgum Ingólfstorgi & Nasa“. Fjöldi tónlistarmanna mætti til mótmælanna og lét í sér heyra, m.a. Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar, Hjálmar, Buff og Páll Óskar Hjálmtýsson. Tónleikarnir á Ingólfstorgi voru haldnir til að berjast gegn tillögu sem fyrir liggur hjá borginni um að skerða Ingólfstorg með því færa tvö gömul hús sem standa sunnan megin við það eina 17 metra inn á torgið og byggja fimm hæða hótel á reitnum sem húsin standa á núna. MYNDATEXTI Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hlýddi á mótmælendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar