Stelpur veiða síli í tjörn við Hólmasel

Stelpur veiða síli í tjörn við Hólmasel

Kaupa Í körfu

ÞÆR nutu þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni þessar stúlkur, sem stikluðu á steinunum í tjörninni við Hólmasel í Breiðholti. Gerðu þær sér til gamans að reyna að góma hornsíli og var önnur þeirra tilbúin til að koma fengnum fyrir í plastflösku. Ekki fóru þó neinar fréttir af aflabrögðunum. Tjörnin við Hólmasel er mikill yndisreitur og þar eru Breiðhyltingar vanir að fagna sumardeginum fyrsta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar