Guðný og Diljá

Heiðar Kristjánsson

Guðný og Diljá

Kaupa Í körfu

Krílasálmar kallast námskeið sem haldið er í Fella- og Hólakirkju fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra. Á námskeiðinu er kirkjuleg tónlist látin leiða dans og æfingar sem styrkja tengslin á milli foreldra og barns. Við kynntumst slíkum námskeiðum í Danmörku þar sem við vorum báðar við nám. Námskeiðið er tónlistarnámskeið fyrir ung börn sem tengist kirkjunni á þann hátt að við notum aðallega kirkjulega tónlist eins og sálma en einnig önnur lög í bland. Við notum þær aðferðir sem notaðar eru í tónlistarkennslu fyrir ungbörn, tónlistin er látin leiða æfingarnar og við tölum sem minnst heldur syngjum við og erum með tónlist í gangi allan tímann. Einnig notum við slæður, blævængi, sápukúlur og lítil hljóðfæri eins og hristur til að skapa heildstæða upplifun. Við hreyfum okkur mikið og þá liggja börnin til dæmis fyrir framan foreldrið og fylgjast með hreyfingum eða haldið er á þeim og snerting þannig tengd lögunum,“ segir Guðný Einarsdóttir, organisti í Fella- og Hólakirkju, sem kennir námskeiðið ásamt Diljá Sigursveinsdóttur fiðluleikara MYNDATEXTI Kát kríli Guðný með litlu dóttur sína í fanginu og Diljá með syni sína tvo

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar