Flóð á Suðurlandi

Jónas Erlendsson

Flóð á Suðurlandi

Kaupa Í körfu

MIKIÐ úrhelli var víða á Suðurlandi í gær. Í Mýrdal rauf áin Klifandi skörð í varnargarð og veg upp í Fellsmörk vegna vatnavaxta. Nokkrir bílar voru í sumarhúsabyggð í Fellsmörk og voru þeir sem þar dvelja því tepptir, að sögn Jónasar Erlendssonar í Fagradal. Ófært varð yfir Krossá á leiðinni inn í Þórsmörk en einnig var mikill vöxtur í öðrum ám á því svæði. Ragnheiður Hauksdóttir, staðarhaldari í Húsadal, sagði að lækir væru þar orðnir að stórfljótum. Varar lögreglan á Hvolsvelli vegfarendur, sem ætla að leggja á hálendisleiðir um helgina, við færð á svæðinu og hvetur fólk til að athuga með færð áður en lagt er af stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar