Flóð á Suðurlandi
Kaupa Í körfu
MIKIÐ úrhelli var víða á Suðurlandi í gær. Í Mýrdal rauf áin Klifandi skörð í varnargarð og veg upp í Fellsmörk vegna vatnavaxta. Nokkrir bílar voru í sumarhúsabyggð í Fellsmörk og voru þeir sem þar dvelja því tepptir, að sögn Jónasar Erlendssonar í Fagradal. Ófært varð yfir Krossá á leiðinni inn í Þórsmörk en einnig var mikill vöxtur í öðrum ám á því svæði. Ragnheiður Hauksdóttir, staðarhaldari í Húsadal, sagði að lækir væru þar orðnir að stórfljótum. Varar lögreglan á Hvolsvelli vegfarendur, sem ætla að leggja á hálendisleiðir um helgina, við færð á svæðinu og hvetur fólk til að athuga með færð áður en lagt er af stað.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir