Horn á höfði

Horn á höfði

Kaupa Í körfu

Grindvískt atvinnuleikhús hljómar eflaust framandi enda flestir sem tengja orðið atvinnuleikhús við stofnanir eins og Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið. Þetta er þó ekkert grín því leikararnir, vinirnir, Grindvíkingarnir og samstarfsfélagarnir Bergur Þór Ingólfsson og Víðir Guðmundsson stofnuðu leikhúsið í fyrra og settu þá á svið leiksýningu fyrir fullorðna. Nú einbeita þeir sér að börnunum og á morgun mun Grindvíska atvinnuleikhúsið eða leikhópurinn GRAL frumsýna fjölskyldu- og barnaleikritið Horn á höfði. Bergur Þór samdi verkið og leikstýrir því, eiginkona hans Eva Vala Guðjónsdóttir hannar leikmyndina, Villi Naglbítur semur tónlistina og leikararnir eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Víðir Guðmundsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar