Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn

Kaupa Í körfu

ÞJÓÐMINJASAFNIÐ var mitt fyrsta heimili og þar bjó ég í 14 ár eða til haustsins 1968 þegar við fluttum að Bessastöðum,“ segir Sigrún Eldjárn sem telur að æska sín hefði orðið mun fátæklegri án þess að hafa alist upp á safni. „Ég sagði stundum krökkum frá því að það væri beinagrind heima hjá mér og það vakti vissulega athygli.“ Faðir Sigrúnar, Kristján Eldjárn, varð þjóðminjavörður árið 1950 en sama ár var bygging nýs húss fyrir Þjóðminjasafn Íslands komin svo langt að hægt var að hefja flutning gripa inn í það. Með forngripunum flutti Kristján og fjölskyldan inn í íbúð sem var að hluta undir tröppunum sem lágu að innngangi safnsins á þeim tíma. Sex dögum áður en síðasti salur safnsins var opnaður, í maí 1954, fæddist Sigrún. MYNDATEXTI Sigrún Eldjárn situr fyrir utan það sem var íbúð þjóðminjavarðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar