Sveppir við Suðurlandsbraut

Sveppir við Suðurlandsbraut

Kaupa Í körfu

HVER árstíð hefur sinn heillandi svip og litbrigði jarðar á haustdögum eru fæstu lík. Ullblekill heitir þessi sveppategund sem dafnar í vegkanti við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Svo stæðilegir eru sveppirnir að þeir líkjast helst lifandi verum sem ætla sér að flykkjast í strætisvagninn og ferðast borgarenda á milli en jarðfastir komast þeir hvergi. Á Íslandi hafa fundist um 2.100 tegundir sveppa sem eru jafnólíkar og þær eru margar. Þannig þykir ullblekill fyrirtaks matsveppur en vaxi hann í vegkanti er hætta á mengandi þungmálum sem gera hann óhæfan til neyslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar