Verðlaunahafar í ljósmyndsamkeppni mbl .is

Verðlaunahafar í ljósmyndsamkeppni mbl .is

Kaupa Í körfu

Verðlaun voru afhent í ljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon í gær, en alls bárust ríflega 19.000 myndir í keppnina sem stóð í sumar. Fyrstu verðlaun, Canon EOS 1000D D-SLR-myndavél, hlutu Rebekka Ragnarsdóttir, María Árnadóttir og Dísa Mai Thi Jósepsdóttir fyrir myndina "Litlu englarnir okkar:), Jason og Sigurbjörg". Önnur verðlaun, Canon Ixux 95 IS-myndavél, hlaut Pétur Gunnarsson fyrir myndina "Over the Rainbow" og þriðju verðlaun, Canon PIXMA MP620-prentara, hlaut Magnús Már Haraldsson fyrir myndina "Beðið eftir póstinum". MYNDATEXTI: Verðlaunahafar Frá vinstri: Rebekka Ragnarsdóttir, Dísa Mai Thi Jósepsdóttir, Magnús Már Haraldsson, María Árnadóttir og Hilmar Björn Harðarson sem tók við verðlaunum fyrir Pétur Gunnarsson. Þeim á vinstri hönd er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon-neytendabúnaðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar