Creditinfo

Creditinfo

Kaupa Í körfu

Von er á niðurstöðum nefndar þriggja ráðherra um frekari aðstoð við heimilin í landinu en nú þegar er boðið upp á um næstu mánaðamót. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir bendir flest til þess að útkoman verði sambland af aðlögun á greiðslubyrði heimila að greiðslugetu þeirra annars vegar, og einhvers konar niðurfærsla á skuldum að hluta hins vegar. Hjá fyrirtækinu Creditinfo eru til upplýsingar sem hægt er að nota til að tryggja samræmdar aðgerðir til aðstoðar heimilunum. Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Creditinfo á Íslandi, segir að þetta sé mikilvægt, því þegar stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um aðgerðir til að aðstoða vegna skuldavanda heimilanna, þá verði gríðarlega mikilvægt að tryggja samræmingu. Í slíkum tilvikum séu upplýsingarnar um lántakendur lykilatriði svo fremi að þær séu nýttar á réttan hátt til að spá um greiðslugetu í framtíðinni. MYNDATEXTI Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Creditinfo á Íslandi, og Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar