Dvergkálfurinn Agnarögn og Esther Björg

Atli Vigfússon

Dvergkálfurinn Agnarögn og Esther Björg

Kaupa Í körfu

Hún er ekki stór hún Agnarögn sem fæddist á bænum Litlu-Reykjum í Þingeyjarsýslu. Þessi pínulitla kvíga var 8,1 kg þegar hún fæddist en yfirleitt eru kálfar á bilinu 30-35 kg og Esther Björk Tryggvadóttir bóndi sagðist ekki hafa búist við því að hún lifði. Hún er spræk og vildi strax fara að drekka. Esther setti hana inn í þvottahúsið til öryggis þar sem hún fær að liggja á teppi við heitan ofn og kann Agnarögn vel að meta það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar