Sigurlaug í Háskólanum í Reykjavík

Heiðar Kristjánsson

Sigurlaug í Háskólanum í Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÁSTÆÐAN fyrir því að við fórum í hulduheimsóknir er að það skekkir ekki myndina. Ráðgjafinn sem er að gefa ráð er að veita venjulegum viðskiptamanni bankans ráðgjöf og fær ekkert að vita að verið sé að taka niður upplýsingar,“ segir Sigurlaug Sverrisdóttir. Hún ásamt Þóru Kristínu Arnarsdóttur gerði rannsókn fyrir lokaritgerð þeirra í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Rannsóknin fólst í því að 12 bankaútibú voru heimsótt, þrjú frá hverjum bankanna; KB banka, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og Byr. Rannsóknin var gerð sl. sumar og markmiðið var að komast að því hvernig og hvort fjármálaráðgjafar veittu ráð samkvæmt aðstæðum hvers og eins. MYNDATEXTI Rannsókn Sigurlaug og Þóra Kristín rannsökuðu hvernig fjármálaráðgjafar gefa ráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar