Urriðaholt - til sölu

Urriðaholt - til sölu

Kaupa Í körfu

Fyrstu íbúðarhúsin í Urriðaholti í Garðabæ sem verktakar ljúka við að utan hafa verið sett í sölu. Um er að ræða eitt parhús, þar sem hvor íbúð um sig er ríflega 200 fermetrar að flatarmáli, auk bílskúrs. Búið er að ganga frá húsunum að utan og grófjafna lóðina. Að sögn verktakans, Hjartar Jóhannssonar, er ásett verð fyrir hvora íbúð tæpar 40 milljónir króna. Hjörtur hefur ásamt félögum sínum reist einbýlishús skammt frá í Urriðaholtinu, fyrir Emil Hallfreðsson, atvinnumann í knattspyrnu, alls eru núna sex hús í byggingu á svæðinu. Skipulagðar hafa verið 350 íbúðalóðir í Urriðaholti og búið að selja um 200 þeirra. Margir hafa viljað skila lóðunum en ekki getað. Þá eru framkvæmdir hafnar í holtinu við nýbyggingu Náttúrufræðistofnunar, sem Ístak byggir fyrir félagið Urriðaholt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar