Yoshitomo Nara

Einar Falur Ingólfsson

Yoshitomo Nara

Kaupa Í körfu

Fjöldi trékassa í mismunandi stærðum situr á gólfi eins salarins í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sums staðar er þeim staflað upp og á milli þeirra glittir á einum stað í skúlptúr sem sýnir stóreygt barn. Á kassa opnast dyr, hann er veggfóðraður að innan og þar er málverk í gylltum ramma af barni með lokuð augu; á öðrum kassa eru göt og ef gægst er inn má sjá hvítan hund. Ef kíkt er inn um gat aftan á sama kassa grillir í svartan hund í myrkri. Kassarnir líkjast þeim sem eru venjulega notaðir til að flytja listaverk milli landa en þessir eru hluti af viðamikilli innsetningu japanska myndlistarmannsins Yoshitomo Nara en sýningin var opnuð á fimmtudaginn var og kallast Innpökkuð herbergi. MYNDATEXTI Yoshitomo Nara „Þegar ég teikna og mála þá er það grafalvarleg vinna. En þegar ég sýni verkin þá þarf að vera ákveðið jafnvægi milli alvarleikans og leiksins.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar