Tomio Koyama

Einar Falur Ingólfsson

Tomio Koyama

Kaupa Í körfu

Tomio Koyama er galleristi Yshitomo Nara í Japan og kom með honum hingað til lands. Hann er einn kunnasti galleríeigandinn þar í landi, er með um 50 listamenn á sínum snærum, álíka marga japanska og erlenda, en þeirra á meðal eru Richard Tuttle, Erwin Wurm, Laurie Simmons, Ernest Neto og Stephan Balkenhol. Koyama sýnir jöfnum höndum innsetningar, málverk, teikningar og ljósmyndir í galleríunum í Tókýó og Kyoto, en einnig rekur hann verslanir með bókum, upplagsverkum og gjafavöru sem byggist á verkum listamanna gallerísins. Þá tekur hann reglulega þátt í mörgum helstu listkaupstefnum Evrópu. MYNDATEXTI Tomio Koyama

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar