Ungir kvikmyndadómarar

Ungir kvikmyndadómarar

Kaupa Í körfu

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hófst í fyrradag og stendur til 27. september næstkomandi. Það sem er merkilegt við kvikmyndahátíðina í ár er að þar er sérstakur flokkur fyrir börn og unglinga. Þau Hildur Sveinsdóttir, Edda Rún Sverrisdóttir, Mikael Emil Kaaber, Dagur Dan Þórhallsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Mist Þrastardóttir og Hlökk Þrastardóttir heimsóttu Norræna húsið í vikunni, settust niður með starfsmanni kvikmyndahátíðarinnar, Björgu Magnúsdóttur, og nutu alþjóðlegrar menningar þegar þau horfðu á þær barnamyndir sem í boði eru á hátíðinni. Að kvikmyndasýningunni lokinni settust krakkarnir niður og gagnrýndu sex myndir af þeim tíu sem eru ætlaðar börnum MYNDATEXTI Gagnrýnendur Þau Mikael Emil, Hildur, Edda Rún og Dagur Dan gagnrýna barna- og unglingamyndir sem sýndar eru á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar