Þrídrangar

Þrídrangar

Kaupa Í körfu

Þrídrangar standa um 10 km vestur af Heimaey og eru í raun fjórir; Stóridrangur eða Háidrangur, Þúfudrangur og Klofadrangur og sá fjórði nafnlaus. Í Sögu Vestmannaeyja nefnir Sigfús M. Johnsen sölvatekju við Þrídranga. Á Heimaslóð segir að Eyjamenn hafi ekki farið oft út í Þrídranga sökum þess hve langt er að fara, en Austur-Landeyingar fóru gjarnan þangað til þess að nýta söl og stunda selveiði. Brezkir togarasjómenn nefndu Þrídranga ævinlega „Three Fingers“. MYNDATEXTI Drangurinn Einsog stefni rís Stóridrangur 40 metra úr sjó. Það er ólíkt einfaldara að sinna vitanum nú á þyrlutímum heldur en þegar hann var byggður og fyrstu mennirnir klifruðu upp klettinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar