Klara Vemundsdóttir 100 ára

Klara Vemundsdóttir 100 ára

Kaupa Í körfu

FJÖLDI fólks samfagnaði Reykjavíkurmeynni Klöru Vemundsdóttur sem hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í gær. „Ég átti hamingjusamt líf. Við skulduðum aldrei neinum neitt. Hvernig nú er komið hins vegar fyrir þjóðinni er hræðilegt. Fólk kaupir og kaupir og á ekki fyrir hlutunum. Og bankarnir djöflast í fólki og ausa peningum,“ sagði Klara í samtali við Morgunblaðið í gær. Klara er innfæddur Reykvíkingur, fædd 21. september 1909, og ólst upp í við Grettisgötu og í Þingholtsstræti. „Ég man vel eftir spænsku veikinni þar sem mitt var að færa fólki vatn þegar allir voru lagstir í rúmið MYNDATEXTI Afmælisbarn Klara Vemundsdóttir ber sig vel og heilsan er góð. Hún er hundrað ára í dag og segir að flest í lífinu hafi gengið sér og sínum í haginn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar