Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Kaupa Í körfu

Nýtt hjúkrunarheimili sem tekur mið af Eden-hugmyndafræðinni verður formlega opnað í Hveragerði á morgun. Þar er lögð áhersla á heimilislegt andrúmsloft og samveru fólks. Þetta er heimili,“ sagði Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar um hjúkrunarheimilið Bæjarás í Hveragerði sem verður tekið formlega í notkun á morgun. Hjúkrunarheimilið er mótað eftir svonefndri Eden-hugmyndafræði. „Lykilatriðið er að hér á heimilisfólkið heima og við hin erum gestir á heimili þess. Við komum til að hjálpa heimilisfólkinu að njóta lífsins,“ sagði Guðbjörg. MYNDATEXTI Vinir Hundurinn Kubbur kemur stundum í heimsókn. Eðvarð Torfason launaði Kubbi með hundanammi. Á heimilinu er einnig heimilisköttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar