Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Kaupa Í körfu

HUGMYNDAFRÆÐIN sem kennd er við Eden er upprunnin í Bandaríkjunum. Höfundur hennar er læknir að nafni William Thomas. Hann var yfirlæknir á öldrunardeild og einu sinni þegar Thomas var á stofugangi spurði hann rúmfasta konu um líðan hennar. Hún hikaði en sagði svo: „Ég er einmana.“ Við því átti Thomas læknir hvorki ráð né lyf en orð konunnar viku ekki úr huga hans. Hann tók sér frí í nokkra daga og prófaði að vera vistmaður á hjúkrunarheimilinu. Thomas komst að því að margir þjáðust þar af einsemd, leiða og hjálparleysi. MYNDATEXTI Eden Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hefur kennt Eden-hugmyndafræðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar