Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Kaupa Í körfu

DVALAR- og hjúkrunarheimilið Ás er systurstofnun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík. Gísli Sigurbjörnsson, sem var forstjóri Grundar í 60 ár, samdi við elliheimilisnefnd Árnessýslu 1951 um að Grund tæki að sér að reka elliheimili í sýslunni. Guðrún Birna Gísladóttir, dóttir Gísla Sigurbjörnssonar, er nú forstjóri Grundar, eiginmaður hennar Júlíus Rafnsson framkvæmdastjóri Grundar og sonur hennar, Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Áss. Starfsemi Áss er í tæplega 50 húsum í Hveragerði. Grund hefur keypt fjölda einbýlishúsa, m.a. öll hús nema tvö við listamannagötuna Frumskóga, auk þess að byggja önnur. Í Ási dvelja nú um 140 heimilismenn og starfsmenn eru rúmlega 100. Í Ási er 31 hjúkrunarrými og meðal heimilismanna eru 45 sem koma frá geðdeild Landspítalans. Heimilismenn ýmist fara í mat í nærliggjandi þjónustuhús eða fá matinn sendan heim. MYNDATEXTI Vöxtur Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Áss, í gróðurhúsinu þar sem m.a. vaxa vínber. Í Ási eru ræktuð 12-14 tonn af grænmeti á ári og 30-35 þúsund blóm fyrir heimilin Ás og Grund. Blómin eru notuð til að skreyta heimilin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar