Skarfur á Reykjavíkurtjörn

Skarfur á Reykjavíkurtjörn

Kaupa Í körfu

SÉST hefur til dílaskarfa á Reykjavíkurtjörn að undanförnu. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings er skarfurinn sjaldséður gestur á Tjörninni sjálfri, algengara er að hann fljúgi þar yfir. Fuglinn er ekki mikið gefinn fyrir nærveru við mannfólkið en hefur þó vanið komur sínar á Lækinn í Hafnarfirði í seinni tíð, og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Hér sést ekki betur en að ein gæsin á Tjörninni sé ósátt við þennan nýja gest.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar