Seðlabankinn - peningastefnunefnd

Seðlabankinn - peningastefnunefnd

Kaupa Í körfu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, er við enda borðsins á myndinni hér að ofan. Honum á vinstri hönd eru Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga, prófessor, en á hægri hönd þau Anne Sibert, prófessor, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þetta er fólkið sem ákveður hverjir stýrivextir bankans eiga að vera, en peningastefnunefndin hefur það hlutverk að taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Þar með talið eru ákvörðun varðandi stýrivextina, sem kynnt verður í dag, og aðra vexti, viss viðskipti við lánastofnanir, ákvörðun bindiskyldu og viðskipti á gjaldeyrismarkaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar