HK - Haukar

hag / Haraldur Guðjónsson

HK - Haukar

Kaupa Í körfu

HK úr Kópavogi hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð meðal handboltaliða landsins. HK-ingar komust í fyrsta skipti í efstu deild fyrir þremur áratugum en höfðu þá skamma viðdvöl. Þeir voru lengi vel á flakki á milli deilda en félagið hefur nú verið samfleytt í efstu deild frá árinu 1997. HK komst í fyrsta skipti í 8-liða úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1999 en fór ekki lengra en það næstu árin. Árið 2003 var ísinn loks brotinn þegar HK vann sinn fyrsta og eina stóra titil til þessa en þá varð liðið bikarmeistari og endaði jafnframt í 5. sæti deildarinnar sem var besti árangurinn fram að því. MYNDATEXTI Gunnar Magnússon einbeitir sér að uppbyggingu hjá HK-ingum í vetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar