Davíð Oddsson

Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

NÝIR ritstjórar Morgunblaðsins hafa víðtæk tengsl inn í íslenskt samfélag, athafnalíf og stjórnmál. Þetta sagði útgefandi Morgunblaðsins þegar hann kynnti ráðningu ritstjóranna tveggja í gær. Davíð Oddsson er fæddur 1948. Hann var borgarstjóri í Reykjavík 1982 til 1991, forsætisráðherra 1991 til 2004 og eftir það utanríkisráðherra í eitt ár uns hann tók við starfi seðlabankastjóra sem hann gegndi fram á þetta ár. Um Davíð Oddsson sagði Óskar Magnússon, að þar færi maður sem í áratugi hefði verið einn af kunnustu stjórnmálaleiðtogum Íslendinga. „Hann hefur skýra framtíðarsýn og rödd hans hefur ætíð náð eyrum þjóðarinnar,“ sagði Óskar. Haraldur Johannessen, sem er fæddur 1968, er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár verið ritstjóri Viðskiptablaðsins. Áður var hann aðstoðarmaður umhverfisráðherra og starfsmaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. MYNDATEXTI Davíð Oddsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar