Síldarsöltun á Fáskrúðsfirði

Albert Kemp

Síldarsöltun á Fáskrúðsfirði

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Síldarsöltun er í fullum gangi hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Hoffell SU 80, skip fyrirtækisins, hefur verið að veiða kvóta sinn í norsk-íslenska síldarstofninum sem er um 800 tonn. Hefur skipið nú veitt um 650 tonn af þeim afla og allt hefur farið til vinnslu hjá fyrirtækinu. Saltað hefur verið í um 2.500 tunnur sem er aðeins brot af því sem fyrirtækið hefur unnið undanfarin ár, en saltað hefur verið í 20.000 tunnur sem allt hefur verið selt. MYNDATEXTI Félagarnir Tómas og Kristof vinna við söltunina á Fáskrúðsfirði. Saltað hefur verið í 2.500 tunnur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar