Sjóstangaveiði með Eldingu

Sjóstangaveiði með Eldingu

Kaupa Í körfu

SPENNANDI ferðir út í náttúruna þar sem adrenalínið flæðir hafa reynst krökkunum góð leið til að kynnast íslensku samfélagi. Sú reynsla er forsenda fyrir vináttu,“ segir séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju í Reykjavík. Tuttugu manna hópur úr unglingafélaginu Adrenalíni gegn rasisma fór í sjóstangveiði í gær. Innan félagsins eru ungmenni úr nýbúadeild Austurbæjarskóla og Laugalækjarskóla. Um helmingur ungmennanna er íslenskur að uppruna en hin koma frá löndum Austur-Evrópu, Asíu og Afríku svo nokkrir staðir séu nefndir MYNDATEXTI Kátir krakkar Adrenalínkrakkarnir með sr. Bjarna Karlssyni eftir sjóferðina. Aflabrögðin voru misjöfn en félagsskapurinn frábær, sem var kjarni málsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar