Nýir ritstjórar Morgunblaðsins til starfa

Heiðar Kristjánsson

Nýir ritstjórar Morgunblaðsins til starfa

Kaupa Í körfu

NÝIR ritstjórar Morgunblaðsins hófu störf í gærmorgun og hófu daginn á að heilsa upp á starfsfólk. Því næst funduðu þeir með starfsfólki þar sem þeir kynntu sig. Fremstur á þessari mynd er Jón Helgi Davíðsson blaðamaður en að baki honum eru, frá vinstri talið, Davíð Oddsson ritstjóri, Óskar Magnússon útgefandi, Haraldur Johannessen ritstjóri og Sigurbjörn Magnússon, formaður stjórnar Árvakurs hf., sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Davíð Oddsson sagði þegar hann mætti til starfa í gær að hann væri afar ánægður með að vera kominn aftur til starfa á Morgunblaðinu. Hann segist ekki telja að nærvera sín í ljósi fyrri starfa varpaði rýrð á trúverðugleika blaðsins. Það sem hver maður hafi í farangri sínum geti hann yfirleitt notað til framdráttar í nýju starfi, ef viðkomandi fari vel með sitt. Haraldur, sem einnig starfaði áður á Morgunblaðinu, kvaðst sömuleiðis ánægður. Hann hefði á sínum tíma horfið af blaðinu með hálfum hug, en sneri nú aftur með heilum hug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar