Vogaskóli

Vogaskóli

Kaupa Í körfu

ÞAU hoppuðu í parís og töldu upp á tíu á spænsku í leiðinni. Þannig var ein tungumálaæfingin sem nemendur Menntaskólans við Sund lögðu fyrir nemendur í Vogaskóla í gær. Fleiri lærdómsríkar þrautir voru lagðar fyrir börnin. Miðuðu þær allar að því að kenna börnum ólík tungumál en í dag, laugardag, er evrópski tungumáladagurinn. Í tilefni tungumáladagsins stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Félag enskukennara fyrir námsefniskynningu á Hótel Sögu. Kynningarnar spanna nám og kennslu allt frá leikskólastigi til háskólastigs. Ísbrú, fagfélag kennara sem kenna íslensku sem erlent mál, stendur að skipulagningu kynningarinnar. Þar munu sautján aðilar kynna nýtt, frumsamið og framsækið námsefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar