Minnisvarði

Reynir Sveinsson

Minnisvarði

Kaupa Í körfu

... Minnisvarði um strand togarans Jóns forseta RE 108, sem fórst við Stafnes í febrúar 1928, var afhjúpaður á Sandgerðisdögum. Minnisvarðinn er við Stafnesvita og er mynd af togaranum skorin í ryðfrítt stál ásamt plötu með texta um slysið. Strand Jóns forseta var á sínum tíma mikið áfall fyrir íslensku þjóðina. Jón forseti var fyrsti togarinn sem var smíðaður fyrir Íslendinga. Minnisvarðinn samanstendur af einum stórum steini, þar sem mynd skipsins er, og fimmtán minni steinum, sem raðað er umhverfis stóra steininn. Í þessu slysi fórust 15 menn og 10 björguðust. Það var sonur síðasta mannsins sem bjargaðist af skipinu í strandinu, Höskuldur Frímannsson, sem afhjúpaði minnisvarðann. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti ávarp og sagði frá því þegar afi hans var skipstjóri á Jóni forseta er hann strandaði við Stafnes.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar