Sigga Hanna

Sigga Hanna

Kaupa Í körfu

Litla búðin á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum er rekin á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og góðgerðarmála. Það eru þrjátíu og fimm sjálfboðaliðar sem vinna hér í búðinni hjá mér, konur á öllum aldri, sumar undir þrítugu en aðrar yfir sjötugt. Það er mjög gefandi að vinna hérna, við mætum mikilli velvild frá sjúkrahúsinu og starfsfólkinu hér. Þetta er mjög þakklátt starf og hver einasti dagur er skemmtilegur, því það er mjög góður andi hér á sjúkrahúsinu,“ segir Sigríður Hanna Kristinsdóttir sem er verslunarstjóri litlu búðarinnar sem er á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum. Verslun þessi er á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og ýmissar góðgerðarstarfsemi. „Þetta eru því dýrmæt störf sem sjálfboðaliðarnir vinna hér.“ MYNDATEXTI Sigga Hanna Kristinsdóttir glaðbeitt í vinnunni í litlu búðinni á Borgarspítalanum þar sem allt fæst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar