Eldsvoði í Höfða

Eldsvoði í Höfða

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN hóf síðdegis í gær rannsókn á eldsvoðanum í Höfða á föstudag. Enn liggur því ekkert fyrir um tildrög brunans, þó kunnugir telji margt benda til þess að kviknað hafi í út frá rafmagni. Eldurinn kviknaði í millilofti sem skilur á milli rishæðar og háalofts hússins og þegar eldsins varð vart hringdu fjölmargir í Neyðarlínuna. Hafa spurningar vaknað um hvort öryggisbúnaður í húsinu hafi ekki virkað. „Reykskynjarar í kjallara og á fyrstu og annarri hæð glumdu en ég þekki ekki hvort slíkir brunaboðar voru á háalofti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. MYNDATEXTI Á brunastað Nærri 100 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi sem gengu greiðlega fyrir sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar