Náttúrufræðistofnun í Urriðarholti

Náttúrufræðistofnun í Urriðarholti

Kaupa Í körfu

ÍSTAK hefur að nýju hafið framkvæmdir við að reisa nýbyggingu Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ. Framkvæmdir stöðvuðust um tíma eftir bankahrunið, þar sem fyrir lá lánsloforð frá þeim. Að sögn Jóns Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf., félagsins sem byggir húsið í einkaframkvæmd fyrir ríkið, var gengið til samninga við lífeyrissjóðina með langtímafjármögnun. Hann segir áætlaðan byggingarkostnað vera um einn milljarð króna, og þar af séu lífeyrissjóðirnir með 60% hlut, eða um 600 milljónir króna MYNDATEXTI Vísir að húsgrunni Náttúrufræðistofnunar er kominn í Urriðaholti og Ístaksmenn að koma sér fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar