Ragnar Önundarson og púltið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ragnar Önundarson og púltið

Kaupa Í körfu

Forsetaembættið hefur þegið að fá skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastaði og er ætlunin að afhenda það í haust. Púltið gengur nú í endurnýjun lífdaganna í höndum Gunnars Bjarnasonar, en til hans kom eigandi púltsins, Ragnar Önundarson, því fyrir tilstilli Þjóðminjasafnsins. Afi Ragnars, Ragnar Ásgeirsson, keypti púltið ásamt fleiri hlutum úr búi Einars Benediktssonar, þegar hann fór frá Herdísarvík. Einar fékk púltið úr búi Benedikts Gröndal, sem fékk það frá föður sínum; Sveinbirni Egilssyni. Milli Ragnars Ásgeirssonar og Ragnars Önundarsonar hafði Úlfur Ragnarsson, móðurbróðir Ragnars Önundarsonar, púltið undir höndum. MYNDATEXTI Dýrgripur Ragnar Önundarson við skrifpúltið hálfuppgert.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar