Orka úr iðrum jarðar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Orka úr iðrum jarðar

Kaupa Í körfu

Hola númer 53 mun skila nægu afli til að framleiða 25 MW af rafmagni í Hverahlíðarvirkjun HOLA númer 53 í Hverahlíð á Hellisheiði blæs nú af krafti. Gufan ryðst upp af 2.500 metra dýpi, andar léttar þegar upp er komið og breiðir úr sér. Gufustrókurinn setur mikinn svip á umhverfið og þegar sólin skín myndast regnbogi sem með réttu ætti að heita eimbogi í þessu tilviki. Regnbogi sem nær með báða enda til jarðar er einnig kallaður jarðbogi. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið að mæla afl holu 53 og greina efnainnihald gufunnar. Mælingarnar sýna að holan skilar afli til að framleiða 25 MW af rafmagni í Hverahlíðarvirkjun. Hola 53 er ein kraftmesta holan á Hellisheiði og á þar einn jafningja eða því sem næst. Í Hverahlíð er önnur hola, aðeins minni, sem á að fara að opna. gudni@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar