Mánar á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Mánar á Akureyri

Kaupa Í körfu

Hljómsveitin hélt tónleika á Akureyri eftir 40 ára hlé HLJÓMSVEITIN Mánar hélt tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Fullt var út úr dyrum bæði kvöldin og "gömlu mennirnir" fóru á kostum - ásamt tveimur hálfmánum, eins og gárungarnir kölluðu þau. Með þeim léku nefnilega börn tveggja í hljómsveitinni, bræðranna Labba og Bassa. Unnur Birna Björnsdóttir (dóttir Bassa) fór hamförum á fiðluna og slagverksleikarinn Björn Ólafsson (sonur Labba) sýndi líka snilldartakta - ekki síður en þeir gömlu. MYNDATEXTI: Hálfmánar Unnur Birna og Björn eru börn tveggja í hljómsveitinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar