Björgunaræfing á Akureyri

Björgunaræfing á Akureyri

Kaupa Í körfu

ÖRYGGISMÁL á hafinu er eitt stóru málanna sem rædd eru á aðalfundi Samtaka strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður-Atlantshafi (NACGF) sem hófst á Akureyri í fyrradag og lýkur á morgun. Umfangsmikil björgunar- og mengunarvarnaæfing fer fram samhliða fundinum, þar sem bjarga átti á þriðja þúsund manns af skemmtiferðaskipi sem steytti á Kolbeinsey, og jafnframt koma í veg fyrir mengunarslys. MYNDATEXTI: Niður Félagar í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri voru hífðir úr þyrlunni TF Gná niður í danska herskipið Hvítabjörn í mynni Eyjafjarðar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar