Björgunarfélag Akraness

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Björgunarfélag Akraness

Kaupa Í körfu

Björgunarfélag Akraness á glæsilegan bílakost en einna áhugaverðastur er þýskur bíll, Thyssen, sem var notaður í landamæravörslunni í Berlín á sínum tíma. Bíllinn er ekki bara undarlegur í útliti heldur er mun betra að nota hann í óveðri en aðra bíla sveitarinnar, að sögn Sigurðs Axels Axelssonar, Björns Guðmundssonar og Elí Halldórssonar, félaga í Björgunarfélagi Akraness. „Upphaflega var bryndrekinn aðallega ætlaður í óveðursútköll en við höfum nýtt hann í alls kyns önnur verk,“ segir Sigurður og Björn bætir við að „þegar það er brjálað veður og ekki hægt að fara á neinum bíl förum við á þessum því hann er mjög þungur eða um 9,6 tonn. Svo er hann straumlínubyggður sem gerir það að verkum að vindurinn hleypur undir og yfir bílinn. Það er því mjög gott að keyra hann í nánast hvaða veðri sem er.“ MYNDATEXTI Hernaðartæki Félagar úr Björgunarfélaginu innan í Akri 4 sem líkist helst þyrlu eða kafbáti að innan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar