Halla Skúladóttir

Halla Skúladóttir

Kaupa Í körfu

KRABBAMEINSLÆKNINGAR eru margþættar og það hafa orðið gríðarlegar framfarir í þeim á öllum sviðum,“ segir Halla Skúladóttir yfirlæknir lyflækninga krabbameina, en hún hélt erindi á málþingi í gær hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, en félagið varð tíu ára 1. október. „Greiningunni hefur fleygt mjög mikið fram. Fólk greinist fyrr því við höfum betri tæki til að uppgötva sjúkdóma á lægri stigum og þá eru jú meiri líkur á fullum bata. Svokallaðar kembileitir eiga einnig stóran þátt í því að greina sjúkdóma á fyrri stigum og þar ber hæst markvissa leit að brjósta- og leghálskrabbameini.“ MYNDATEXTI Höllu fannst ánægjulegt að geta upplýst þá sem mættu á málþingið um framfarir í krabbameinslækningum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar