Helgi Helgason og Elfar Freyr Helgason

Heiðar Kristjánsson

Helgi Helgason og Elfar Freyr Helgason

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ríkir eftirvænting í röðum Breiðabliks sem í dag spilar sinn fyrsta bikarúrslitaleik í karlaflokki í fótbolta í 38 ár. Árið 1971 var 19 ára piltur, Helgi Helgason, betur þekktur sem Basli, í liði Breiðabliks sem mætti Víkingi í úrslitaleik á Melavellinum. Í liði Breiðabliks sem leikur gegn Fram í úrslitaleik keppninnar á Laugardalsvellinum í dag er sonur Helga, Elfar Freyr, sem hefur staðið sig vel í vörn Kópavogsliðsins í sumar. Hann er auk þess markahæsti leikmaður Blika í bikarkeppninni. „Það er gleðilegt þegar vel gengur en ég er löngu hættur að reyna að segja honum til, hann hlustar ekki á mann lengur,“ sagði Helgi við Morgunblaðið MYNDATEXTI Blikar Elfar og Helgi Helgason

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar